Fara í innihald

Nýja dagblaðið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 28. ágúst 2020 kl. 12:28 eftir 89.160.233.104 (spjall) Útgáfa frá 28. ágúst 2020 kl. 12:28 eftir 89.160.233.104 (spjall) (Ný síða: '''Nýja dagblaðið''' var dagblað sem gefið var út á árunum 1933 til 1938 og kom út fjórum sinnum í viku. Blaðið fylgdi Framsóknarflokknum...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

Nýja dagblaðið var dagblað sem gefið var út á árunum 1933 til 1938 og kom út fjórum sinnum í viku. Blaðið fylgdi Framsóknarflokknum í Reykjavík að málum. Árið 1938 var það sameinað Tímanum, en útgáfa hans var þá stórefld.

Fyrsti ritstjóri Nýja dagblaðsins var Þorkell Jóhannesson, síðar Háskólarektor. Síðasti ritstjóri blaðsins var Þórarinn Þórarinsson sem síðar varð aðalritstjóri Tímans um langt árabil og einn helsti forystumaður Framsóknarflokksins.

Tilvísanir og heimildir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Einar Laxness (1998, 2.útg.). Íslandssaga a-ö. Vaka-Helgafell. ISBN 9979-2-0294-7.