Frumgyðistrú
Útlit
Frumgyðistrú (deismi) er trú á guð sem ópersónulegt afl. Yfirleitt felur frumgyðistrú í sér hugmyndir um að guð skipti sér ekki af manninum né náttúrulögmálum. Þeir sem aðhyllast frumgyðistrú hafna yfirleitt hugmyndum um kraftaverk og trúarlega opinberun. Kenning forngríska heimspekingsins Aristótelesar um guð sem frumhreyfil eða hinstu orsök er dæmi um frumgyðistrú.