Fara í innihald

HMS Hood

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 24. apríl 2011 kl. 15:33 eftir Luckas-bot (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. apríl 2011 kl. 15:33 eftir Luckas-bot (spjall | framlög) (r2.7.1) (robot Bæti við: af:HMS Hood)
HMS Hood sekkur eftir sprengingu, í forgrunni er HMS Prince of Wales

HMS Hood var 48.000 lesta orustubeitiskip breska flotans. Kjölurinn var lagður 1916 hjá John Brown & Co skipasmíðastöðinni í Skotlandi, en skipinu var hleypt af stokkunum 1918. Var tekið í notkun af breska flotanum 1920, þá 42.000 tonn og stærsta herskip Breta. Tók þátt í leitinni að Bismarck í seinni heimsstyrjöldinni ásam orrustuskipinu Prince of Wales, en var sökkt að morgni 24. maí 1941 eftir snarpa sjóorustu við Bismark og Prins Eugen vestur af Íslandi. Aðeins þrír af 1421 sjóliðum komust lífs af.

Tenglar