Fara í innihald

„Kláfur“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 11 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q498002
Ekkert breytingarágrip
 
(4 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Rittnerbahn 09.jpg|thumb|Kláfferja á [[Ítalía|Ítalíu]]]]
[[Mynd:Rittnerbahn 09.jpg|thumb|Kláfferja á [[Ítalía|Ítalíu]]]]
'''Kláfur''' ('''loftferja''' eða '''kláfferja''') er [[farartæki]], dregið á línu yfir ófærur (s.s. vatnsföll) eða upp fjöll. Áður en vegasamgöngur komust í nútímalegt horf á [[Ísland]]i voru kláfar yfir margar ár í alfaraleið, og voru flestir knúnir áfram með handsnúinni sveif. Voru slíkir staðir nefndir ''ferjustaðir''. Sumir kláfar eru enn þann dag í dag notaðir til að ferja [[sauðkind]]ur yfir vatnsföll.
'''Kláfur''' ('''loftferja''' eða '''kláfferja''') er [[farartæki]], dregið á línu yfir ófærur (s.s. vatnsföll) eða upp fjöll. Áður en vegasamgöngur komust í nútímalegt horf á [[Ísland]]i voru kláfar yfir margar ár í alfaraleið, og voru flestir knúnir áfram með handsnúinni sveif. Voru slíkir staðir nefndir ''ferjustaðir''. Sumir kláfar eru enn þann dag í dag notaðir til að ferja [[sauðkind]]ur yfir vatnsföll.

Gerður er greinarmunur á kláfferju og svifferju en í Lögréttu 1909 er þessi texti: "Nokkru sunnar en Norðurá fellur í Hjeraðsvötnin, er kláfferja, en niður hjá Ökrum, norðar miklu, er svifferja. Hún er þannig útbúin, að keðjur eru til beggja landa, og dregst ferjan á þeim til skiptis. Ferjan sjálf er stór flatbytningur."<ref>
[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2276242 Lögrétta, 3. tölublað (20.01.1909)]</ref>

Kláfar voru víða í notkun fyrr á tímum. Hér er kláf yfir Jökulsá á Jökuldal lýst árið 1882:
“Hvergi er Jökulsá reið, en við Brú er kláfur; drátturinn er á þann hátt, að 2 [[Reipi|reipi]] eru strengd milli kletta yfir ána og við þau er festur kláfur; í uppstöndurunum á kláfinum eru 4 hjól, er reipin leika á; í kláfinum eru dragreipi til beggja landa og svo má draga sig fram og aptur; í kláfinum er að eins naumt rúm, fyrir einn mann; hvergi eru nú drættir á Jökulsá nema við Brú og Merki, en áður var dráttur svo að segja á hverjum bæ í efri hluta dalsins.”
<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000587473 Ferð um Austurland sumarið 1882 – Andvari, 1. Tölublað (01.01.1883), Bls. 17-96 ]</ref>


== Tengt efni ==
== Tengt efni ==
* [[Dragferja]]
* [[Fjallatoglest]]
* [[Fjallatoglest]]
* [[Tannhjólalest]]
* [[Tannhjólalest]]

== Tilvísanir ==
<references/>
== Tenglar ==
* [http://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=260397 Mynd af íslenskri kláfferju]


{{Stubbur}}
{{Stubbur}}

Nýjasta útgáfa síðan 5. desember 2021 kl. 15:50

Kláfferja á Ítalíu

Kláfur (loftferja eða kláfferja) er farartæki, dregið á línu yfir ófærur (s.s. vatnsföll) eða upp fjöll. Áður en vegasamgöngur komust í nútímalegt horf á Íslandi voru kláfar yfir margar ár í alfaraleið, og voru flestir knúnir áfram með handsnúinni sveif. Voru slíkir staðir nefndir ferjustaðir. Sumir kláfar eru enn þann dag í dag notaðir til að ferja sauðkindur yfir vatnsföll.

Gerður er greinarmunur á kláfferju og svifferju en í Lögréttu 1909 er þessi texti: "Nokkru sunnar en Norðurá fellur í Hjeraðsvötnin, er kláfferja, en niður hjá Ökrum, norðar miklu, er svifferja. Hún er þannig útbúin, að keðjur eru til beggja landa, og dregst ferjan á þeim til skiptis. Ferjan sjálf er stór flatbytningur."[1]

Kláfar voru víða í notkun fyrr á tímum. Hér er kláf yfir Jökulsá á Jökuldal lýst árið 1882: “Hvergi er Jökulsá reið, en við Brú er kláfur; drátturinn er á þann hátt, að 2 reipi eru strengd milli kletta yfir ána og við þau er festur kláfur; í uppstöndurunum á kláfinum eru 4 hjól, er reipin leika á; í kláfinum eru dragreipi til beggja landa og svo má draga sig fram og aptur; í kláfinum er að eins naumt rúm, fyrir einn mann; hvergi eru nú drættir á Jökulsá nema við Brú og Merki, en áður var dráttur svo að segja á hverjum bæ í efri hluta dalsins.” [2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Lögrétta, 3. tölublað (20.01.1909)
  2. Ferð um Austurland sumarið 1882 – Andvari, 1. Tölublað (01.01.1883), Bls. 17-96
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.