Títan

Frumefni með efnatáknið Ti og sætistöluna 22

Títan er frumefni með efnatáknið Ti og sætistöluna 22 í lotukerfinu. Þetta er léttur, sterkur, gljáandi, tæringaþolinn (þar með talið þol gagnvart sjó og klór) hliðarmálmur með silfurhvítan, málmgljáandi lit. Títan er notað í sterkar og jafnframt léttar málmblöndur (aðallega með járni og áli) og algengasta efnasamband þess, títandíoxíð, er notað í hvít litarefni.

   
Skandín Títan Vanadín
  Sirkon  
Efnatákn Ti
Sætistala 22
Efnaflokkur Hliðarmálmur
Eðlismassi 4507,0 kg/
Harka 6
Atómmassi 47,867 g/mól
Bræðslumark 1941,0 K
Suðumark 3560,0 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast form
Lotukerfið

Títan finnst í margvíslegum steintegundum en aðaluppspretta þess eru rútíl og ilmenít, sem finnast víða á jörðinni. Til eru tvö fjölgervisform þess og fimm náttúrulegar samsætur; Ti-46 til Ti-50, og er Ti-48 algengasta samsætan (73,8%). Einn af þekktustu einkennum títans er það að það er jafn sterkt og stál en helmingi léttara. Eiginleikar títans eru efnafræði- og eðlisfræðilega svipaðir sirkoni.

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.