Spjótkast er frjálsíþróttagrein sem felst í að kasta 2,5 metra löngu spjóti með tilhlaupi. Spjótkast er hluti af tugþraut karla og sjöþraut kvenna.

Hollenski spjótkastarinn Bregje Crolla á Evrópubikarmóti árið 2007.

Spjótkast var hluti af Ólympíuleikunum fornu frá 708 f.Kr. og var keppt í tveimur greinum: að skjóta sem lengst og að skjóta í mark. Spjótinu var kastað með þveng sem var vafinn um mitt spjótið og sneri því í kastinu. Nútímaspjótkast þróaðist undir lok 19. aldar. Það hefur verið ólympíugrein í karlaflokki frá Sumarólympíuleikunum 1906 og kvennaflokki frá Sumarólympíuleikunum 1932.

Nústandandi heimsmet 98,48 metrar og var sett 1996 af Jan Železný, Tékklandi.



  Þessi íþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.