Joseph Brodsky (eða Jósef Brodsky) (24. maí 1940 - 28. janúar 1996) fæddur Josíf Aleksandrovítsj Brodskíj eða Ио́сиф Алекса́ндрович Бро́дский, var rússneskt skáld, leikrita- og ritgerðarhöfundur. Joseph Brodsky fæddist í Leningrad (nú Sankti Pétursborg) í Rússlandi en fluttist til Bandaríkjanna eftir að hafa verið gerður útlægur úr Sovétríkjunum. Hann öðlaðist bandarískan ríkisborgararétt 1977. Hann fékk aldrei að hitta foreldra sína aftur, og tileinkaði þeim ritgerðarsafnið Less Than One.

Joseph Brodsky (1988)

Joseph Brodsky fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1987. Hann er grafinn í Feneyjum.

Tenglar

breyta