Jeremy Rifkin
Jeremy Rifkin (fæddur 26. janúar 1945) er kenningasmiður í hagfræði og félagsfræði, rithöfundur, samfélagsrýnir, stjórnmálaráðgafi og aðgerðasinni. Hann er forseti stofnunarinnar Foundation on Economic Trends og hefur ritað margar metsölubækur um áhrif vísinda- og tæknibreytinga á hagkerfi, vinnumarkða, samfélag og umhverfi. Bækur hans hafa verið þýddar á mörg tungumál. Meðal nýjustu verka hans eru bækurnar The Zero Marginal Cost Society (2014), The Third Industrial Revolution (2011), The Empathic Civilization (2010), The European Dream (2004), The Hydrogen Economy (2002), The Age of Access (2000), The Biotech Century (1998) og The End of Work (1995).