Hið íslenska fornleifafélag
Hið íslenzka fornleifafélag var stofnað í Reykjavík 8. október 1879.
Í lögum félagsins sem prentuð voru á sama ári segir meðal annars í fyrstu grein: „Ætlunarverk félagsins er að auka kunnáttu þjóðar vorrar með því að fræða almenning um fornleifar og sögulega þýðingu þeirra. Félagið heldur því til forngripasafnsins öllum þeim munum, er geta haft þýðing fyrir sögu vora og lífernisháttu á hinum liðna tíma, þannig að menn með safni þessu geti, að því leyti sem frekast má vera, rakið lífsferil þjóðar vorrar um hinar liðnu aldir. Að þessu styrkir og félagið með því að gefa út tímarit með fornfræðilegum ritgjörðum og skýrslum um aðgjörðir þess.“
Árbók Hins íslenzka fornleifafélags kom fyrst út árið 1881 og er enn gefin út árlega.
Árbókin og Fornleifafélagið eru nátengd Þjóðminjasafni Íslands. Starfsfólk safnsins skrifar mikið í árbókina, og þar er ársskýrsla safnsins birt.
Tengt efni
breyta- Hið þingeyska fornleifafélag – stofnað 2004.
- Fornleifafélag Barðstrendinga og Dalamanna – stofnað 2008.