Henry Mancini, fæddur Enrico Nicola Mancini, (16. apríl 1924 - 2. júní 1994) var þekkt tónskáld og útsetjari, einkum þekktur fyrir kvikmyndatónlist sína og tónlist við sjónvarpsþætti. Hann vann metfjölda Grammy-verðlauna, þeirra á meðal verðlaun fyrir æviframlag sitt árið 1995.

Mancini fæddist í Cleveland í Ohiofylki í Bandaríkjunum en ólst upp í West Aliquippa í Pennsylvaníu. Hann lést í Beverly Hills í Kaliforníu. Hann var kvaddur í herinn í síðari heimsstyrjöld en tókst að fá sig fluttan úr fótgönguliðunum í hljómsveitina. Verkin sem hann er þekktastur fyrir eru „Moon River“ (úr myndinni Breakfast at Tiffany's frá árinu 1961) og þemalög myndanna Bleiki pardusinn og Charade sem báðar komu út árið 1963. Hann er oft sagður hafa samið tónlistina við myndina um Smáfólkið, en hún var í raun eftir annan djasspíanista, Vince Guaraldi.

Valin lög

breyta
  • Úr Peter Gunn (textar eftir Ray Evans og Jay Livingston)
    • "Peter Gunn Theme"
    • "Bye Bye"
    • "The Brothers Go to Mother's"
    • "Dreamsville"
    • "Blues for Mother's"
    • "Sorta Blue"
    • "Slow and Easy"
  • Úr The Richard Boone Show (texti eftir Al Stillman)
    • "How Soon"
  • "Man's Favorite Sport" (1963) (texti eftir Johnny Mercer)
  • "I Love You and Don't You Forget It" (1963) (texti eftir Al Stillman)

Valdar kvikmyndir

breyta