Félagið Ísland-Palestína
Félagið Ísland-Palestína var stofnað 29. nóvember 1987 til að styrkja vináttu og tengsl Íslendinga og íbúa Palestínu og stuðla að friði í Palestínu, vinna gegn aðskilnaðarstefnu og styðja baráttu Palestínumanna fyrir réttindum sínum.
Félagið hefur í gegnum tíðina staðið fyrir heimsóknum erlendra gesta til Íslands. Meðal þeirra sem hafa sótt landið heim fyrir tilstuðlan félagsins eru Omar Sabri Kittmitto, þá sendiherra Frelsissamtaka Palestínu í Osló, ísraelska baráttukonan Arna Meir, palestínski læknirinn og forsetaframbjóðandinn dr. Mustafa Barghouti og Ziad Amro stofnandi Öryrkjabandalags Palestínu. Einnig hefur félagið haft margvíslega milligöngu um að Íslendingar fari til Palestínu svosum sem sjálfboðaliðar sem hafa veitt Palestínumönnum aðstoð eða í nokkurskonar kynningarferðir. Félagið hefur haldið nokkra fundi á ári auk tónleika og matar- og menningarkvölda.
Félagar í Félaginu Íslandi-Palestínu eru rúmlega 500 talsins. Málgagn þess heitir Frjáls Palestína og hefur yfirleitt komið út árlega. Félagið hóf neyðarsöfnun handa Palestínumönnum síðla árs árið 2000 og höfðu alls safnast um fimm milljónir króna snemma árs 2005. Þeim fjármunum hefur verið varið í að styðja palestínsk læknasamtök, öryrkjasamtök, kvennasamtök og fleiri grasrótarhreyfingar. Félagið hefur hvatt til þess að ísraelskar vörur séu sniðgengnar.
Í lok árs 2008 hóf félagið söfnun til handa íbúum Gaza strandarinnar.
Sveinn Rúnar Hauksson var fyrsti formaður félagsins og sá sem lengst hefur gegnt því embætti.
Núverandi formaður félagsins er Hjálmtýr Heiðdal.
Tengill
breyta- Heimasíða Félagsins Íslands-Palestínu Geymt 15 desember 2007 í Wayback Machine