Einelti
Einelti er samfélagslegt hegðunarmynstur sem einkennist af grófri niðurlægingu og stríðni, andlegri og líkamlegri, sem beinist að ákveðnum einstaklingi af hálfu annars einstaklings eða hóps. Fyrirbrigðið er þekkt vandamál í skólum og á vinnustöðum. Sums staðar er einelti bannað með lögum, til dæmis í Skotlandi.
Hópar, sem stunda einelti í ákveðnu samfélagi (t.d. vinnustað eða skóla), einkennast oft af geranda, sem á við persónuleg vandamál að stríða, t.d. í æsku, eða hefur áður verið lagður í einelti sjálfur; hóp einstaklinga sem styðja eineltið af svipaðri ástæðu og stærri hóp fólks sem styðja eineltið ekki beint heldur eru félagar þeirra sem stunda eineltið, fylgjast með því og aðhafast ekki. Fórnarlömb eineltis eru oft sjálfstæðir persónuleikar sem hafa litla þörf fyrir að fylgja umhverfinu þegar kemur að til dæmis tísku eða háttalagi en eru hins vegar ekki síður hæfir þegar kemur að almennum hæfileikum, svo sem greind.
Í mörgum samfélögum, ekki síst vestrænum, er einelti litið alvarlegum augum og víða hafa félagslegar stofnanir það verkefni að koma í veg fyrir einelti í samfélaginu. Vandamálið er líklega helst í skólastofnunum, en einnig á vinnustöðum.