Dyflinn

höfuðborg Írlands
(Endurbeint frá Dyflinni)

Dyflinn (á íslensku einnig nefnd Dyflinni eða Dublin, frb. [ˈtœplɪn]; írska: Baile Átha Cliath, enska: Dublin) er höfuðborg og jafnframt stærsta borg Írska Lýðveldisins. Hún stendur við miðja austurstönd Írlands við árósa Liffey-ár, í Dyflinnarsýslu. Dyflinn hefur verið höfuðborg Írlands síðan á miðöldum.

Dyflinn
Dublin
Baile Átha Cliath (írska)
Samuel Beckett-brúin
Samuel Beckett-brúin
Fáni Dyflinnar
Skjaldarmerki Dyflinnar
Gervihnattarkort
Gervihnattarkort
Dyflinn er staðsett á Írlandi
Dyflinn
Dyflinn
Staðsetning innan Írlands
Hnit: 53°21′00″N 06°15′37″V / 53.35000°N 6.26028°V / 53.35000; -6.26028
Land Írland
HéraðLeinster
Flatarmál
 • Borg117,8 km2
 • Þéttbýli
345 km2
Mannfjöldi
 (2022)
 • Borg592.713
 • Þéttleiki5.032/km2
 • Þéttbýli
1.263.219
 • Þéttleiki þéttbýlis3.659/km2
TímabeltiUTC+0
 • SumartímiUTC+1
Svæðisnúmer01 (+3531)
ISO 3166 kóðiIE-D
Vefsíðawww.dublincity.ie/residential

Stóra Dyflinnarsvæðið vísar til Dyflinnarsýslu, Dun Laoghaire-Rathdown, Fingal, Kildare, Meath, Suður-Dyflinnar og Wicklow, en fólk ferðast enn lengri leiðir til þess að komast til vinnu.

Íbúafjöldi Dyflinnar var 554.554 við manntal 2016, en Dyflinnarsvæðið hafði 1,347,539 íbúa og alls voru 1,904,872 íbúar á stórborgarsvæðinu.

Orðið Dyflinn [1] á íslensku og Dublin á ensku er komið af írsku heiti: Dubh Linn (írska: „Svartipollur“ eða „Svartalón“). Í fornírsku var ‚bh‘ ritað ‚ḃ‘, þ.e. ‚b‘ með punkti fyrir ofan, og er það borið fram eins og ‚v‘. Í hinni normönskuskotnu ensku hvarf þessi punktur og þær framburðarupplýsingar sem honum fylgdu, og um síðir varð úr enska myndin Dublin. Sumir hafa þó haldið því fram að Dyflinn sé af norrænum uppruna, af orðunum djúp lind. Þetta getur þó varla staðist þar sem nafnið Dubh Linn varð til áður en víkingar komu til Írlands auk þess sem það er ósennilegt hljóðafarslega. Í íslensku er nafnið kvenkyns og beygist þannig: Dyflinn(i), Dyflinni, Dyflinni, Dyflinnar. Þess má geta að vanalega er orðið dubh ritað duff í enskri gerð írskra örnefna, samanber bæina Carryduff og Gulladuff.

Á nútímaírsku heitir borgin Baile Átha Cliath, sem merkir „Bærinn við grindavaðið“. Allt frá tímum Rómverja hafði verið þorp á þessum stað. Um 840 náðu víkingar yfirráðum í borginni og stofnuðu þar konungdæmi, sem segja má að hafi staðið að nafninu til 1171, með nokkrum hléum. Mikilla írskra áhrifa gætti þó í borginni, einkum eftir 1036.

Árið 980 vann Mael Sechnaill II, hákonungur Írlands, sigur á Ólafi kvaran við Tara, og átta árum síðar, 988 náði hann Dyflinni á sitt vald. Miða margir Írar upphaf borgarinnar við það. Norrænir konungar sátu þó áfram í borginni, en völd þeirra minnkuðu verulega og írsk áhrif jukust (Ítarefni: Konungar í Dyflinni).

Tilvísanir

breyta