Björn Þórðarson
Björn Þórðarson (fæddur 6. febrúar 1879 dáinn 25. október 1963) var forsætisráðherra Íslands í utanþingsstjórninni svonefndu og þar með fyrsti forsætisráðherra lýðveldisins. Hann og ráðuneyti hans var skipað af Sveini Björnssyni, þá ríkisstjóra Íslands, 16. desember 1942.
Björn Þórðarson | |
---|---|
Forsætisráðherra Íslands | |
Í embætti 16. desember 1942 – 21. október 1944 | |
Þjóðhöfðingi | Kristján 10. |
Forseti | Sveinn Björnsson |
Ríkisstjóri | Sveinn Björnsson |
Forveri | Ólafur Thors |
Eftirmaður | Ólafur Thors |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 6. febrúar 1879 Móum á Kjalarnesi, Íslandi |
Látinn | 25. október 1963 (84 ára) Reykjavík, Íslandi |
Maki | Ingibjörg Ólafsdóttir (g. 1914; d. 1953) |
Háskóli | Háskóli Íslands Kaupmannahafnarháskóli |
Æviágrip á vef Alþingis |
Björn lagði stund á laganám við Kaupmannahafnarháskóla á sama tíma og Einar Arnórsson og Sveinn Björnsson. Rannsókn sem Björn vann um sögu refsivistar á Íslandi varði hann sem doktorsritgerð í lögfræði, þá fyrstu við Háskóla Íslands.
Björn var að sögn „hógvær vinstri maður, trúr guði sínum, konungi og þjóð“. Björn bauð sig fram fyrir Framsóknarflokkinn í Borgarfjarðarsýslu 1927 en féll fyrir Pétri Ottesen. Björn var lögskilnaðarmaður, þ.e. hann vildi slíta konungssambandinu við Danmörku með samningum.
Heimild
breyta- Forsætisráðherrar Íslands. Ólafur Teitur Guðnason Ritstýrði. Bókaútgáfan Hólar. Akureyri 2004.
Fyrirrennari: Ólafur Thors |
|
Eftirmaður: Ólafur Thors |