1420
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1420 (MCDXX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 22. júní - Árni Helgason biskup skrifaði undir viðurkenningu um að skulda Eiríki konungi af Pommern 3000 enska nóbíla, sem var geysimikið fé. Hann gat aldrei greitt skuldina og dó líklega erlendis sama ár.
- Helgi Styrsson varð hirðstjóri sunnan og austan.
- Þorsteinn Ólafsson varð hirðstjóri norðan og vestan.
- Þorleifur Árnason sigldi til Noregs og lenti í átökum við enska sjóræningja.
- Englendingar eru sagðir hafa komið á þremur skipum á Skagafjörð, gengið þar á land og rænt og ruplað.
Fædd
Dáin
- Vigfús Ívarsson hirðstjóri.
Erlendis
breyta- 21. maí - Troyes-sáttmálinn undirritaður þar sem Kark 6. Frakkakonungur lýsti Hinrik 5. Englandskonung réttmætan erfingja sinn og gerði þar með Karl son sinn, síðar Karl 7. Frakkakonung, arflausan.
- 25. maí - Hinrik sæfari varð stórmeistari Kristsreglunnar.
- Portúgalinn João Gonçalves Zarco uppgötvaði Madeira.
- Katrín af Valois giftist Hinrik 5. Englandskonungi.
Fædd
- Tomás de Torquemada, fyrsti yfirmaður spænska rannsóknarréttarins (d. 1490).
Dáin