„Árni Oddsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
m Lagaði tengil.
Navaro (spjall | framlög)
m fl.
 
(3 millibreytinga eftir 2 notendur ekki sýndar)
Lína 1:
'''Árni Oddsson''' ([[1592]] – [[10. mars]] [[1665]]) var íslenskur [[lögmaður]] á 17. öld og er þekktastur fyrir deilur við [[hirðstjóri|hirðstjórann]] [[Herluf Daa]] og fyrir að hafa undirritað [[erfðahyllingin|erfðahyllinguna]] á [[Kópavogsfundurinn|Kópavogsfundi]] [[1662]] nauðbeygður og sumir segja tárfellandi.
 
Árni var fæddur í [[Skálholt]]i, sonur [[Oddur Einarsson|Odds Einarssonar]] biskups og Helgu Jónsdóttur konu hans. Hann fór til náms í [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahöfn]] [[1609]], kom aftur [[1612]] og var þá tvítugur að aldri. Faðir hans var þekktur fyrir dugnað sinn við að koma ættmennum í embætti og Árni var þegar gerður að skólameistara [[Skálholtsskóli|Skálholtsskóla]] og gegndi því embætti til [[1615]]. Raunar var ekki einsdæmi að svo ungir menn fengju skólameistaraembætti.
 
Árið [[1617]] sigldi hann til [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]] til að reka erindi fyrir föður sinn, sem átti í útistöðum við [[Herluf Daa]] [[hirðstjóri|höfuðsmann]], og kom aftur til landsins árið eftir og unnu þeir feðgar svo málið gegn Daa eða Herlegdáð eins og Íslendingar áttu til að kalla hirðstjórannhöfuðsmanninn í háðungarskyni. Frásagnir af heimkomu hans eru allar með miklum þjóðsagnablæ en þær segja að Herluf Daa hafi bannað kaupmönnum að flytja Árna til landsins en honum tókst á endanum að komast í Vopnafjarðarskip og lenti í [[Vopnafjörður|Vopnafirði]] þegar fjórir dagar voru til þings (í sumum sögunum er hann jafnvel sagður hafa komist með göldrum til Íslands). Hann keypti tvo úrvalshesta en þegar upp á [[Jökuldalur|Jökuldal]] kom hafði hann sprengt þá báða undan sér. Þá keypti hann brúnan hest og reið honum einhesta þvert yfir landið og stóðst á endum að hann kom í [[Almannagjá]] þegar kallað var á hann í þriðja og síðasta sinn og vann málið. Hvað sem til er í þessu er víst að Árni hlaut mikla sæmd og frægð af málinu.
 
Árni varð Skálholtsráðsmaður 1620. Árið 1632 varð hann svo lögmaður sunnan og vestan og hélt því embætti í 32 ár. Einnig var hann [[sýslumaður]] í [[Árnessýsla|Árnnesþingi]] og umboðsmaður [[Reynistaðarklaustur]]sjarða. Hann þótti sinna embættum sínum vel og af dugnaði og bera hag landsmanna fyrir brjósti, enda var hann vinsæll. Hann þótti enginn sérstakur gáfumaður en farsæll í störfum sínum. Hann bjó lengst á [[Leirá]] í [[Leirársveit]].
Lína 15:
* {{vefheimild|url=http://www.snerpa.is/net/thjod/arniodd.htm|titill=Árni Oddson. Sögnin um heimkomu hans. Á snerpa.is.}}
 
{{Töflubyrjun}}
[[Flokkur:Lögmenn]]
{{Erfðatafla |
fyrir=[[Gísli Hákonarson (lögmaður)|Gísli Hákonarson]] |
titill=[[Lögmenn sunnan og austan|Lögmaður sunnan og austan]] |
frá=[[1631]] |
til=[[1662]] |
eftir=[[Sigurður Jónsson (lögmaður)|Sigurður Jónsson]]
}}
{{Töfluendir}}
 
[[Flokkur:Íslendingar sem gengið hafa í Kaupmannahafnarháskóla]]
[[Flokkur:Íslenskir skólameistarar]]
[[Flokkur:Lögmenn á Íslandi]]
[[Flokkur:Skálholtsskóli]]
{{fd|1592|1665}}